Ég, er harðkjarna rokkari!
Áðan var lítil vorhátíð hjá Ekkó sem var haldinn í skólanum.
Þar voru ýmsir hlutir s.s. boxkastali einhver, ókeypis grill og tónlist.
Einnig voru þar hljómsveitir (eða ein hljómsveit réttara sagt) og í þeirri hljómsveit, var ég.
Hljómsveitin hefur ekkert nafn svo ég viti en ég er að prófa að öskra fyrir þá.
Allavega, við fengum að spila þarna eins og fyrr var nefnt.
Þetta er svona týpísk uppröðun bara, 2 gítarar, bassi, trommur og söngvari, spila eitthvað þungt. Ekki viss hvað á að kalla það.
Allavega þá voru þetta ekki venjulegir tónleikar því það var ekki svið.
Í staðinn fyrir svið vorum við bara í svona litlu innskoti í miðju skólans (miðjan er svona ferningur sem er undir beru lofti nema það eru innskot í hornunum og í einu þerra vorum við)
og vorum í jafnri hæð við áhorfendur, alveg í þeim.
Setlistinn var svona:
Cowboys From Hell
Frumsamið lag
Sweating Bullets
Frumsamið lag
Ég er náttúrulega eins og margir vita ótrúlega harður svo ég var að fíla mig vel þarna.
Maður var duglegur við að ýta áhorfendum, kýldi einn smá (bara samt í öxlina), var alltaf að reka micinn í fésið á fólki og láta það öskra, rífa það til sín og voða gaman.
Og svo náttúrulega alltaf þegar maður var ekki að einhverju svona þá var maður að slamma eins og lífið læg við.
Upprunalega hafði ég ætlað að syngja venjulega en prófaði það og bæði fannst mér ekki heyrast nóg og bara ekki nógu flott svo ég ákvað að öskra í staðinn eftir fyrstu sirka 2-4 línunar í fyrsta laginu og það tókst vel! Miklu flottara en ef að ég hefði sungið.
Líka fyrsta frumsamda lagið hafði ég aldrei heyrt áður og þeir bara sögðu mér að vera þarna og gera eitthvað svo ég bara growlaði við og við (heyrist hvort eð er ekkert hvað ég segi) orð eins og “Die”, “Death”, “Burn”, “Hell”, “Pain” og …kannski ekki fleiri orð nema einstaka sérhljóða, mjög harðkjarnað.
Svo í Sweating Bullets var maður alveg helsvalur, fyrir þá sem hafa heyrt lagið skilja þeir hvað ég meina en þeir sem hafa það ekki skilja það líklega ekki, í hverju versi greip ég alltaf í hálsmálið á manneskju og öskraði eina setninguni framan í hana, svo tók maður aðra og svo bara til skiptis nema að lokum var maður hættur að nenna að taka í hálsmálið og öskraði bara á þau.
Það var töff!
Og svo í endann þegar allur söngur í laginu var búinn var maður svo helsvalur að maður fór í áhorfendur og stofnaði pitt! Yeah!
Eftir þetta gat maður varla haldið höfði fyrir hálsríg, varla talað vegna öskranna, varla heyrt vegna suðs en engu að síður ótrúlega ánægður!
Þetta var geðveikt!
Og svo það harðasta, meira að segja Þorfinnur slammaði! Þorfinnur tobmarley með englakrullurnar sínar slammaði og lét eins og trylltur væri!
Ánægður með hann!
Niðurstaðan er:
Ég er harðkjarni!
Þorfinnur slammar vel.