Þó ég sé ekki stjórnandi og þetta ætti ekki aðvera í mínum verkahring langar mig samt að segja þetta:
Það eru krakkar á aldrinum 12 - 15 ára sem eru í meirihluta þeirra sem stunda þetta áhugamál. Vinsamlegast vertu ekki að kvetja þau til drykkju eða auglýsa það að þú drekkir.
Þú veist það vel að áfengi getur haft skaðleg áhrif á börn á þessum aldri, og mig langar persónulega að biðja þig um að halda áfengisumræðum frá þessu áhugamáli. Það er ekkert jákvætt við að fólk á þessum aldri sé byrjað að drekka. Ég er eldri en þú og mér finnst heimskulegt þegar jafnaldrar mínir eru að drekka.
Það er ástæða fyrir því að lög um áfengi eru eins og þau eru, fólk yngra en tvítugt höndlar bara ekki áfengi, líkaminn er ekki nógu þroskaður til að geta rekist á við alkóhólið. Þetta er ekki sett bara til þess að böggast í svala fólkinu áður en það verður tvítugt.
Þessi korkur pirrar mig mjög.
Það er ekki okkur að kenna ef að þú getur ekki reddað þér öðrum partýum en sorparasamkundum. Ekki mæta fullur á samkundur, það er virkilega leiðinlegt fyrir hina sorparana að vera að þvælast út um allan bæ með blindfulla vitleysinga í eftirdragi þegar það hafði ætlað sér að hafa gaman að því að hitta aðra sorpara.
Þú ert með þeim elstu á þessu áhugamáli, reyndu að vera yngra fólki smá fyrirmynd og ef þú drekkur skaltu halda því fyrir þig.