Samverustundir.
Hlutir ætlaðir til að skemmta nemendum án þess að kennararnir þurfi að hafa neitt fyrir því en hinsvegar þurfa nemendurnir að svitna og púla við að skella saman skemmtilegum atriðum sem tekst misvel.
Allavega, í dag var samverustund sem 10bekkur átti að sjá um.
Við fengum að vita af þessu á…ja Mánudaginn eða Þriðjudaginn og ákváðum að skella saman bekkjarbandi (hljómsveit fyrir þá sem ekki skilja) sem var nokkurnveginn svona:
Ég = Gítar og söngur
Raiden = Trommur
Rivian = Bassi
Rest af bekk = Þríhorn, bongótrommur, tambúrínur, klukknaspil, kassagítar, ótengdur bassi, tréfroskar, hristur, stafir og allur andskotinn.
Það var mikill pressa á ofurhljómsveitinni því bekkurinn okkar pwnar alltaf allar samverustundir sem hann tekur þátt í hvort sem það er með uppsettri Idol keppni fullri af geðsjúklingum eða erótískum strákadansi við Call on Me svo það var æft stíft!
Reyndar bara ein æfing en ein æfing jafngildir mörgum þegar æðislegur gæji eins og ég er í bandinu.
Svo kom dagurinn og maður mætti með æðislega gítarinn sinn og voða gaman og setti allt upp.
Samstundinn byrjaði með einum n008a 10unda bekk sem las sögu og söng Kim Larsen með hjálp frá hinum 10undu bekkjunum, tókst….ja það má deila um það en Kim Larsen er nú alltaf ljúfur.
Svo kom fyrst uppákoman! DAMM DAMM DAMM!
Við, sem áttum að vera seinust vegna þess að við vorum með helling af drasli, urðum að vera númer tvö því þriðji 10undi bekkurinn þurfti myndvarpa í sitt atriði en þau höfðu hann ekki!
Jæja við tókum því eins og hörðu fólki sæmir og skelltum öllu upp.
Svo byrjuðum við.
Byrjuðum á smellinum Partýbær sem hljómsveitin Ham samdi en Roadkill gerðu frægan.
EN! Þa komu fleiri hindranir! DAMM DAMM DAMM!
Bæði, var bassamagnarinn með leiðindi og slökkti á sér í öðru versi!! Að sjálfsögðu tókst þó bassafantinum að redda því af einskærri snilld áður en versið var búið og allt var fínt.
Hins vegar var hin hindrunin verri og hún entist í gegnum alla tónleikana!
Míkrafónstatífið var leiðinlegt. Mjög.
Það var að sveiflast út um allt, upp og niður og til hliðanna.
Lægst var það þannig að ég þurfti að fara á hnén.
Hæst þannig að ég var á tám og lengst til hliðanna þannig að það lá við að maður hallaði sér hringinn í kringum það og út af sviðinu!
En ég er svo magnaður að mér tókst að fylgja míkrafóninum allan tímann eftir svo ekki heyrðist, vona ég.
Það lag var tekið í gegn með sæmd, trommusólói, urrum og flippi og öllum pakkanum!
Svo var það næsta lag, ofur smellurinn Where is My Mind, saminn af The Pixies en einnig gerður frægur af Roadkill.
Núna hinsvegar var lagið öðruvísi en venjulega.
Mér, ásamt mörgum öðrum líklega, finnst ég ekki syngja nógu vel í svona tónlist svo ég growlaði (urraði) kvikindið í gegn við mikil fagnaðarlæti (fagnaðarlæti, hlátur, þetta er allt afstætt) og tók svo asskicking gítarsóló.
Svo var komið að sjálfum smellinum!
Laginu Family Reunion, samið af Blink 182 og ótrúlegt en satt, gert frægt af Roadkill.
Þetta var aðallagið því þetta lag skyldi tileinkað.
Það er kannski ekkert það merkilegt að tileinka en þetta er ekkert venjulegt lag því textinn hljóðar svona:
Shit, piss, fuck, cunt
cocksucker, motherfucker,
tits, fart, turd and twat!
Svona eru versin og svo er viðlagið eftir farandi:
I fucked your mom!
I fucked your mom!
Og það er mikill…kannski ekki heiður en það er hart að láta tileinka sér svona lag.
Upprunlega átti þetta lag að vera tileinkað skólastjóranum en við komumst að því rétt áður en við byrjuðum á laginu að það væri ekki nógu sniðugt.
Svo við tileinkuðum það öllum kennurunum!
Þessu lagi var rúllað í gegn með breytingum og ölllu, bættum inn í rólegum parti, og maður söng venjulega til að fólkið gæti heyrt textann djúpa, svo hef ég líka prýðilega rödd í háskólarokk (H)
Vona ég.
Allavega, eftir þetta komu mikil fagnaðarlæti og allt var gott.
Hins vegar eftir tónleikana var farið í íslensku.
Þar tók íslenskukennarinn mig á tal og fór að tala um atriðið og að hún ætti eftir að gefa skólaeinkunn og svona gaman.
Svo var stærðfræði, þar fór stærðfræði kennarinn að tala um hvað þetta væri ekki fyndið og of gróft og yadi yadi yadi og svo er það bara að bíða og sjá hvað hinum kennurunum finnst um þetta á morgun!
Boðskapur sögunnar er:
Allt sem ég og Viggi komum nálægt tekst vel.
Samverustundir rokka.