Í dag var merkilegur atburður í skólanum.
Fótboltamót elsta stigs!
Að sjálfsögðu tók minn bekkur þátt.
Flest allir í liðinu ákváðu að vera mjög harðir og tússa á sig skegg!
Þar á meðal ég (sem var reyndar bara á bekk en mér bauðst að vera aðalmarkmaður…..reyndar bauðst öllum í bekknum það en það er aukaatriði)nema ég skellti líka í mig tagli og var alveg sveimandi líkur meistaranum David Seaman! (Fyrrverandi landsliðsmeistari Englendinga og fyrrverandi markmaður Arsenal)
Fyrir þá sem ekki vita hver það er þá er hann svona:
http://www.euroyellowpages.com/dse/seama250.jpg
og
http://community.justgiving.com/Themes/default/images/david_seaman.jpg
Í mínu nýja líki sem David Seaman lagði ég blessun mína á alla leikmenn liðsins okkar og viti menn hún virkaði! Við unnum!
Fyrsti leikurinn var á móti 9unda bekk sem hafði unnið 8unda bekk.
Unnum hann 7 - 0
Næsti leikur var svo á móti 8unda bekk og við unnum hann líka 7 - 0!
Svo kom þriðji leikurinn sem ég held að hafi verið á móti 8unda bekk.
Það var án efa svalasti leikurinn því þá var ég í aðalliðinu sem varnarmaður og inná allan tímann, ofurharður.
Þann leik unnum við 9 - 0 og mér tókst að fá rautt spjald, eini í liðinu til þess en það var nú bara því dómarinn lagði mig í einelti, síðan hvenær má ekki stökkva á gæja með rúgbý tæklingum, henda þeim niður, sveifla þeim í hringi og taka húfurnar þeirra! Djöfulsins væl.
En allavega, eftir þennan leik þar sem ég stóð mig eins og David Seaman (sem er reyndar markmaður en það er aukaatriði) komu úrslitin við 10 L, meistarana frá seinasta ári.
Á seinasta ári náði 10 L bikarnum í stúlkna og stelpuflokki og núna voru þeir að keppa í úrslitum í stúlkna og stelpu flokki (stelpurnar okkar duttu út í undanúrslitum)
Leikurinn var gífurlega spennandi en í um það bil miðjum fyrri hálfleik gerðist það.
Við fengum víti!
Það var þannig að hann Þorfinnur félagi okkar (tobmarley) var í alveg frábærri sókn þegar BÚMM! Bjartur, vinur minn og hljómsveitarfélagi kemur og skriðtæklar hann í teignum, hvernig dettur manni í stuttbuxum í hug að skriðtækla á malarvelli!
Allavega þá reif Bjartur upp á sér löppina í klessu en hélt þó áfram eins og hetja og Þorfinnur slasaðist ekkert.
Vítið tók einn af okkar bestu mönnum, Jón.
OG hann skoraði! Snyrtilega sendi hann boltann neðarlega í vinstri hlið marksins og staðann var 1 - 0!
Þannig hélt svo leikurinn áfram, gífurlega spennandi og bæði liðin mjög öflug en þegar upp var staðið unnum við 1 - 0!
Við erum skólameistarar! FEngum bikar og allir í liðinu (þar á meðal ég) fengu medalíu!
Djöfull var þetta gaman =D
Einn strákur reyndar í þriðja 10unda bekknum var tekinn eitthvað gróft og hnéskelin á honum losnaði og hann fór upp á slysó, það hefur verið sárt.
Niðurstaðan er: Strákarnir í 10M eru bestir í heimi í fótbolta og andi David Seaman fylgir þeim.