Ég var að borða ís. Heimatilbúinn ís. Heimatilbúinn ís sem tekur aðeins nokkrar mínútur að útbúa. Nokkuð góður. Einfaldur. Sniðugur ^^
Þetta byrjaði allt með því að einn dag fór Vansi litli á íslenskan tenglavef sem kallast www.b2.is . Þar sá hann að einn linkurinn hét “Íslenskur vefur um rjómaís”. Það vakti mikinn áhuga. Tengillinn var yfir á síðuna www.jon.blog.is , bloggsíðu frá áhugamanni um ís, þar sem hann bloggar um ís. Frábær síða.
Þar fór Vansi litli að skoða eldri bloggfærslur á síðunni. þar fann hann áhugaverða bloggfærslu, linkur hér.
Ég ákvað núna áðan, að láta slag standa og prófa þetta, ég átti allt sem þurfti, hverju hafði ég að tapa?
Ég fór eftir leiðbeiningunum, byrjaði á því að blanda hálft glas af kakómalti. Hellti því svo í poka með svona smellulási, sem maður rennir, lokar pokanum alveg einstaklega vel. Síðan tæmdi ég allt klakaboxið úr frystinum í stærri poka, svona poka eins og eru við kassann í öllum búðum, fyrir jógúrt og stuff, sem mamma tekur alltaf úr Nóatúni. Ofan á klakana hellti ég smá af grófu salti. Þá var komið að því að setja kakópokann ofaní, loka stóra pokanum vel, setja handklæði utanyfir og ræsa ísvélina.
Ég hristi böggulinn í fangi mér sem innihélt tvo poka inni í handklæði mjög vel, hristi og hristi og hristi í smástund. Þangað til ég varð óþolinmóður. Eftir svona 3-5 mínútur hætti ég að hrista, semsagt slökkti á ísvélinni, og tæmdi pokana.
Í pokanum sem kakóið var í hafði nú myndast smá ís. Ennþá var smá kakó eftir, en ef ég hefði hrist lengur hefði hann örugglega allur orðið að ís. Ég er bara óþolinmóður =}
Ísinn bragðaðist ágætlega, ekki besti súkkulaðiís í heimi, en samt þokkalega góður, allaveganna miðað við það hvað er einfalt að búa hann til ^^ Ég væri alveg tilbúinn að gera svona aftur, eð'a bara fá mér ekta ísvél ^^
Þið spyrjið kannski, hvernig getur þetta virkað, að búa til ís úr kakómalti með því að setja það í poka? Jú, sjáið til, klakarnir í ytri pokanum bráðna hratt vegna saltsins sem er þar líka, og með hristingnum hristis ísinn innan í til og frá, þangað til að lokum hann verður allur svona ískenndur.
Endilega lesið þessa síðu, www.jon.blog.is , og líka bloggið hans um ísgerðina http://jon.blog.is/blog/jon/entry/4684/ , og endilega prófið, þetta er gaman ^^
Ég, Vansi litli, kveð að sinni ;}