Eins og ég sagði í mínum seinasta korki sem ég gerði á Huga, hann var meira að segja hér á Sorpinu þá yrði næsti korkur minn um ferminguna mína or sum.
Þannig ég skrifa náttúrulega eitthvað um ferminguna en síðan ætla ég að koma mér að aðalpartnum.
Allaveganna núna fyrir nokkrum dögum, nánar tiltekið skírdag eða þann 13. apríl þá fermdist ég í Stafholtskirkju ásamt 2 bekkjarbræðrum mínum, Edda[Edake] og Herði.
Þegar við pabbi komum í kirkjuplássið rétt rúmlega kortér í 11 þá uppgötvaðist það að ég hafði gleymt sálmabókinni minni heima Bifröst.
Svo Geiri var svo góður að bjóðast til þess að keyra upp á Bifröst og sækja bókina.
Hann kom með bókina alveg rétt eftir að messan byrjaði svo hann truflaði ekki mikið og ég fékk mína eigin bók í staðin fyrir bók sérans.
En séran klikkaði, ég var aldrei spurður hvort ég vildi hafa Jesú Krist eitthvað[það datt útúr mér þegar ég var að skrifa þetta, mega.is auglýsingin truflaði mig:(] þið vitið þetta sem allir eru spurðir að, þannig ég, Eddi og Hörður erum allir bara hálffermdir, ekki að það breyti miklu.
Ekki nóg með þessi mistök heldur var líka frekar vandræðislegt þegar séran bauð fólkinu í kirkjunni að koma að dreypa á blóði Krists og borða líkama hans, því að engin stóð upp, en það stóð þó eitthver upp fljótt til að bjarga þessu.
Þannig það komu foreldrar og systkini Edda og Harðar að altarinu ásamt mér og mínum foreldrum en síðan var önnur umferð og þar var bara fólk frá mér.
Síðan þegar messan var búin um kortér, 20 mín yfir 12 þá fórum við á Bifröst til að setja kökurnar og stöffið í salinn því að veislan byrjaði um 2-leytið.
Það voru sumir sem komu snemma og aðrir sem komu seint, en allir skiluðu sér nema Stína frænka á Skaganum og maðurinn hennar Kiddi[en þó fóru til Köben sama dag] og Jóna Margrét[en hún var að greiða eitthverjum stelpum sem voru að fermast á Höfn eða eitthversstaðar].
Semsé þetta gekk allt skítsæmilega.
En allaveganna núna er það hinn hluturinn sem ég ætla að tala um.
Eins og nafnið á þræðinum gefur til kynna þá er ég að fara aftur til Svíþjóðar.
Núna dettur ykkur í hug að ég fari þar í sumarfrí og það er allt og sumt en nei það er ekki þannig, ég er að flytja þangað aftur.
Og þá spyrjið þið ykkur aftur? hefurðu átt heima þar? og þá segi ég já, ég hef ekki bara átt heima þar heldur var ég líka fæddur þar.
Ég var nánar tiltekið fæddur í Jönköping en það er í Smálöndum, rétt eins og Kattholt þar sem er sagt að Emil í Kattholti sögurnar gerist, bara Jönköping og Kattholt er á sitthvorum staðnum í Smálöndum.
Vitiði bara hvað???
Ég bað mömmu[sem var á listabraut í FB fyrir nokkrum árum] um að setja Valsmerkið í loftið á herberginu sem hefur nánast staðið autt eftir að mamma, Geiri og systkini mín fluttu út, nema Geiri notaði það sem tölvuherbergi.
Mamma var ekki alveg viss um að hún gæti reddað Valsmerkinu í loftið svo ég ákvað að koma með aðra hugmynd, setja íslenska fánann í loftið, Valsmerkið á einn vegginn og Liverpoolmerkið á annann vegg og þá mun mér líða alveg helvíti vel, afsakið orðbragðið.
Hverjum datt í hug orðbragðið, það er ekki eins og það sé bragð af orðunum.
Já ég gleymdi alveg að segja ykkur hvenær ég flyt út, það verður 1. júlí, eða það er allaveganna planið.
Síðan er það pæling hjá okkur mömmu að fara á Status Quo og Smokey eða Slade man ekki hvort það var, 28. júlí, en Status Quo verða allaveganna í Ronneby þá.
Smálendingurinn kveður með stolti.
The End