Einu sinni var náungi sem hét Jón. Hann var 90 ára gamall dvergur og bjó hjá mömmu sinni í litlu ljótu sveitaþorpi langt langt í burtu. Eitt sinn langaði hann að fara í ævintýraför svo hann hélt af stað að kanna undur heimsins. Hann kom að gömlu húsi og fór inn, þar var maður að nafni Sigurgeir Þórarinsson. Sigurgeir sagði: Ég var að borða súpu, er það ei merkilegt? Þá sagði Jón : Nei það finnst mér ekki! Og drap Sigurgeir með skónum sínum og hélt síðan áfram för sinni í leit að ævintýrum. Hann kom að skógi, þar sá hann svín. Svínið sagðist heita Páll en bað hann vinsamlegast um að kalla sig Palla. Og Palli slóst í förina með Jóni. Áður en þeir voru komnir langt heyrðu þeir falskt jóðl í gömlum sjóræningja sem nálgaðist þá óðfluga með frispídisk í hendinni. Sjóræninginn kastaði frispídisknum í Palla og hann dó samstundis. Sjóræninginn varð strax vinur Jóns og þeir fengu sér svín þetta kvöld.
Síðan héldu sjóræninginn og Jón áfram snemma næsta dags en komust ekki langt því sjóræninginn missteig sig og dó. Jón tók því með ró og hélt áfram för sinni í leit að ævintýrum. Hann kom aftur heim til sín þar sem hann hafði gengið hringinn í kringum jörðina.
Þetta er byggt á sönnum atburðum … í alvöru …
I'm a winner, I'm a sinner. Do you want my autograph?