Núna ætla allir að vera duglegir og gera eitthvað sniðugt fyrir páskana, er það ekki?
Ég var að gera eitt mjög sniðugt áðan. Okkur langaði svo að hafa svona páskaegg sem skraut en það er svo mikið vesen að blása úr eggjum og mála og þannig svo ég er búin að læra annað.
Í þetta þarf:
- Nokkur egg
- Hýði utan af lauk (venjulegum, hvítlauk, rauðlauk, bara eins og mann langar)
- Líka hægt að nota ýmislegt annað en laukhýði, t.d. appelsínubörk og hýði af epli, en mér finnst flottast að nota laukinn.
- Efnisbúta, t.d. gamalt rifið lak, rifið niður í búta (ca. 10x15 cm), jafn marga og eggin sem skal skreyta.
- Tvinna eða einhvern sterkan spotta.
Maður tekur eitt egg, setur laukhýði utanum, vefur það svo inn í efnið og bindur utanum svo það tolli svona.
Svo setur maður öll eggin í pott og sýður, bara eins og maður sýður venjuleg egg.
Útkoman er: http://www.picturetrail.com/gallery/view?p=999&gid=9801373&uid=4701251
Svo getur maður borðað eggin svona, t.d. í morgunmat á páskadag.
Mig langaði að deila þessu með einhverjum en vissi ekki hvar svo ég ákvað að setja þetta hérna :D Það eru venjulega allir svo jákvæðir hérna og svo leiðist ykkur stundum svo núna hafið þið eitthvað að gera :)