Tjah, allt í lagi að bera út svosum, eina leiðin til að fá mig til að sofa út á morgnana um helgar, svo ef það er gott veður, þá getur þetta bara verið hressandi ^^ Ég man t.d. á aðfangadagsmorgun, þá bar ég út, æðislegt veður, æðislegasti aðfangadagsmorgun sem ég hef lifað, allt útburðinum að þakka =}
Þetta er samt pain í vondu veðri, sérstaklega ef maður er með mikið af einbýlis- og raðhúsum og kemst hvergi inn til að hlýja sér. Ég er núna með næstum bara blokkir, það er svo þægilegt að fara inn í stigagangana til að hlýja sér, maður nennir varla út aftur…
Svo borgar þetta nú alveg sæmilega, miðað við vinnuna sem maður leggur í þetta…
Skagann? Pfft, ekkert merkilegt við það, pabbi minn, hann fer sko á hverjum degi á skagann! Og frændi minn, hann Einar, fer aldrei frá skaganum, úhh, FEIS!!
Híhh, rauðhærðir eru ekki rauðhærðir, heldur appelsínugulhærðir. Og þú ert ekkert svo svaka rauðhærður…