ég hef ekkert á móti því að eiga köttling, en hundurinn minn er víst ekki á sama máli :/
Því miður :(
Greyið köttlingurinn :'( Vorkenni honum.
Ég ætla að segja þér líka smá sögu.
Einu sinni var kona sem átti mann og börn og 3 ára hund sem hét Prins. Þau bjuggu í einbýlishúsi en þurftu að flytja í blokk, en það er bannað að vera með hund í blokk :(
Þá þurfti að lóga Prins.
En einn maður sem hét Pabbi var að vinna hjá konunni og sagðist geta passað Prins í staðinn fyrir að lóga honum og konan samþykkti það.
Núna er Prins ennþá hjá okkur, við erum skráð eigendur hans. Hann er orðinn 12 ára gamall og það er ekki hægt að lýsa þeirri ánægju sem hann hefur veitt okkur systkinunum, við höfum nánast alist upp með honum ( ég að verða 18, systir mín að verða 15 og bróðir minn 13, svo þið sjáið hversu stóran hluta af ævi okkar hann hefur verið hérna).
Það er er alveg ótrúlegt hvað eitt ‘lítið’ líf getur glatt marga, bara þessi ákvörðun um að pabbi hafi viljað passa Prins í staðinn fyrir að láta lóga honum hefur haft svoooo miklar breytingar á lífi okkar allra.
Ég vona að sá sem tekur við kettinum verði jafn ánægður með þá ákvörðun og pabbi var með sína.