Mér leiðist svo ég ætla að gera svona kork um nærri því ekki neitt eins og almennilegir sorparar gera ;)
Ég var að komast í páskafrí og fékk loksins að sofa út, í fyrsta skiptið í mánuð. Svo vaknaði ég við það í morgun að Gallup hringdi í mig og bað mig að vera með í verkefni. Það er þannig að ég svara einhverjum könnunum á netinu og get í staðin unnið eitthvað :D En ég held að Gallup sé að ofsækja mig … Ég hef verið beðin um að taka þátt í nokkrum könnunum, en fæstir sem ég þekki hafa lent í því, allavega ekki oftar en 1-2 sinnum …
Ég komst líka að því einu sinni að H&M (fatabúðir sem er hægt að panta úr) leggur mig í einelti … Alltaf þegar ég panta föt þar þarf ég að bíða helmingi lengur en aðrir, meira að segja þegar ég panta með systur minni koma fötin hennar á undan. Ég hef meira að segja lent í því að fá vitlaust frá þeim …
Hefur einhver annar lent í svona?