Ég held að ég og pabbi höfum aldrei verið jafnlengi á leiðinni á Bifröst og núna áðan.

Fyrst keyrum við eins og ekkert sé og síðan sjáum við bara reyk á Kjalarnesinu og síðan þegar við erum búnir að vera kyrrir í smástund þá kemur eitthver kall keyrandi og segjir okkur að hann hafi hringt í Vegagerðina eða eitthvað og vegurinn sé lokaður.

Svo við ætluðum bara að fá okkur eitthvað að borða eða eitthvað, horfa smá á sjónvarp og svona heima hjá ömmu en þá hringdi pabbi í Vegagerðina eða hvað það nú heitir og komst að því að við gætum farið eitthverja lengri leið, þannig að við værum komnir hálfa leið á Þingvelli eða eitthvað.

Við keyrðum Hvalfjörðinn og eitthvað, vorum örugglega aðeins yfir 2 tíma að fara leið sem við erum yfirleitt komnir á klukkutíma og kortér.

En annars þá keypti ég mér bol í dag í Kolaportinu, það var ekki til Mötley Crüe bolur svo ég keypti mér bara Doors bol.

En það fúlasta við þetta var að vegurinn var nýbúinn að opna þegar við komum á Bifröst