Þetta sást útum herbegisgluggann minn. Þar til fyrir svona þremur korterum…
Fór í bíltúr fyrr í dag með famelíunni (þ.e.a.s. þeim sem að eru ekki alla daga í rvk.) til að skoða þetta betur. Var byrjað að rjúka aftur. Þá var þetta mest á Hrafnkelsstaðalandi (vinkona mín býr þar). Í gær var þetta víst mest við Hólmakot, Laxárholt og Hundastapa.
Þið sem hafið séð e-ð af þessu í fréttunum. Var minnst á að þetta hefði verið fyrst rétt hjá Bretavatni.. Já, afleggjarinn þar við hliðina á liggur heim til mín. En ég er “réttu megin” við þjóðveginn; eldurinn er hinumegin við.
Fimmtudagsnóttina var eldurinn útum ALLT. Þetta minnti á eldgos. Svo í dag þegar við vorum að keyra um Mýrarnar var allt sviðið. Tja.. öðrum meginn við veginn. Vona að þetta slökkni endanlega núna.