Þannig að hann Palli litli vinur okkar fór inní eldhús þar sem hún mamma hans var að elda kveldmat. Og hann spurði hana: “mamma, veistu nokkuð hvar Bangsímoninn minn er?” Nei elskan segir mamma hans. “En ég finn hann ekki neinstaðar” sagði Palli litli. “Ertu búinn að leita” spyr mamma hans. Nei segir Palli, “Nú þá er ekki skrýtið að þú finnir hann ekki” segir mamma hans Palla, “Farðu nú að leita að honum” segir hún, Palli fer uppí herbergið sitt og leitar og leitar en finnur ekki Bangsímoninn sinn.
Svo hann fer inní stofu og leitar og leitar, en finnur þó ekki enn Bangsímoninn sinn, svo hann fer út, og leitar úti á túni, en finnur þó ekki Bangsímoninn sinn. Hann fer inní fjárhús og spyr ALLAR kindurnar, en enginn Bangsímon finnst, þannig að Palli fer inní fjós og spyr allar beljurnar en eina svarið sem hann fær eru: “muuuuu” aldeilis hjálpsamar þessar fjandans beljur hugsar Palli.
Palli labbar og labbar um öll tún og allar hæðir og er kominn langt langt burt frá húsinu sínu, þegar hann kemur af risahárri girðingu, Palli hugsar með sér að það sé ómögulegt fyrir hann að komast yfir svo hann fer yfir og það tekst.
Þegar Palli er kominn yfir girðinguna blasir við honum allt annar heimur, hann er ekki lengur í sveitinni heldur er hann kominn inní BÆ, Palli hefur nú aldrei komið inní bæ áður og er hálf smeikur við þennan bæ, en ef að hann þarf að fara inní bæinn til að finna Bangsímoninn sinn þá verði hann að sigrast á þessum ótta, Palli tekur sér smá tíma og safnar kjarki, svo labbar hann af stað inní bæinn, mjög rólega fyrst, tekur stutt og hæg varkár spor en smátt og smátt er hann komin á harðahlaup og þýtur fram hjá húsunum, þangað til að hann lýtur í glugga á einni búðinni, í glugganum eru heilu fjölskyldurnar af Bangsímon aktíon hetjum!
Hann þýtur inní búðina og sér að það er einn Bangsímon sem er nákvæmlega eins og hans, og að þetta hljóti bara að vera hans Bangsímon, svo hann tekur Bangsímoninn og labbar útúr búðinni, búðareigandinn ætlar að fara að öskra eithvað á eftir honum , en þegar hann sér glampann í augum Palla litla verður hann orðlaus og gefur Palla allar Bangsímon aktíon hetjurnar og hendir öllu dótinu á gangstéttina, lokar búðinni og segir “allt dótið er frítt” Litlir krakkar eins og Palli koma á harðahlaupum og hirða allt dótið af götunni á innan við 20 sekúndum, Búðareigandinn skælbrosir og labbar í burtu og enginn sér hann svo meir. Palli leggur af stað heim til sín yfir óklífanlegu girðinguna, yfir hólanna og hæðirnar, yfir túnin og loks heim. Hann labbar framhjá eldhúsinu þar sem mamma hans er enn að kokka matinn og fer svo uppí herbergi, og sér Bangsímoninn sinn sitja á rúminu, eina staðnum sem hann hafði ekki leitað á, og þá segir Palli við sjálfan sig “obbo bobb.”
Með von um þroskað svar, kv. Fontes