Hehe já, ég ætla ekki að tala um aldur minn hérna á Hugi.is , annars myndi ég auðvitað taka hann fram í notendaupplýsingum, (en ég er ekki alveg 60 ára ;) )
En ég meinti ekki endilega að caps lockið væri í óhófi, heldur “flippið” því það er allt í lagi að vera með flipp og sleppa sér af og til, en að gera það á hverjum degi er heldur mikið (að mínu mati) og það getur leitt til þess að svona flipp verði bara að sjálfsögðum hlut og þá líta allir út eins og lítil börn, nema auðvitað eins og Mizzehh sagði hér fyrir ofan, að fólk hegði sér kjánalega og þannig hérna á /sorp (og já það getur verið mjög mjög skemmtilegt að fíflast hérna) en hegði sér ennþá skynsamlega á öðrum áhugamálum, flestir svokallaðir “sorparar” gera það, en þó eru einstaklingar sem láta eins og kjánaprik á öllum áhugamálum.
Og því miður þarf ég að dæma þá einstaklinga fyrir það, og ég myndi ekki geta tekið þá mikið alvarlega í málefnalegum umræðum.
Ofanvert svar mitt beintist kannski ekki endilega bara að þér þar sem þú og flestir “sorparar” (hata þetta orð) halda þessu innan /sorp en þetta var meira meint til hinna sem sleppa sér alveg og fara á önnur áhugamál þegar þau eru búin að skoða allt á /sorp og menga allt þar með rugli.