Mjólk eintóm er ekki nógu góð til að bæta fyrir þetta viðbjóðslega eftirbragð… Kakómalt er hins vegar allt annað, ég drekk nokkur glös af kakómalti á viku, það er eina mjólkin sem ég drekk, fyrir utan kókómjólk og allar unnu mjólkurvörurnar.
Systir mín drekkur heldur ekki mjólk, og það er skemmtileg ástæða fyrir því :Æ Þegar hún var lítil, þá fannst henni ógeðslegt að vatnið sem hún borðaði í hádeginu og mjólkin sem hún fékk í kaffitímanum blönduðust saman í mallakútnum hennar, svo hún hætti alveg að drekka mjólk. Mér finnst þetta skondin ástæða :Æ