Af því ég er í góðu skapi og ég hef ekkert að gera ætla ég að koma með smá pælingu … eða eiginlega pælingu …

Maður sér það oft hérna á huga að fólk er neikvætt og pirrað og leiðinlegt og nöldrar í öllum … Svo eru alltaf einhverjir sem nöldra og skammast yfir þessum bitru manneskjum. Þá er svarið oft að maður sé í vondu skapi og hafi haft vondan dag.

Ég hef haft alveg hræðilega daga nýlega. Ég skrifað meira að segja kork um það. Eftir þetta lenti ég í fleiru leiðinlegu sem ég nenni ekki að skrifa. Svo hugsaði ég í dag að mér væri bara sama um þetta slæma og hugsaði hvað það væri gott að ég gat verið með vinum mínum í dag. Svo hugsaði ég að ég var heppin að það var eitthvað gott í matinn. Svo er ég bara búin að vera í fínu skapi síðan :)

Af hverju hugsar maður ekki alltaf svona? Af hverju þurfum við alltaf að sjá það slæma í öllu? Af hverju þarf fólk alltaf að vera með leiðindi ef maður gerir ekki nákvæmlega eins og það vill?

Það geta allir ákveðið að vera í góðu skapi. Auðvitað ekki alltaf, bara nógu oft …