Þú fattar ekki lógíkina…
Góðu liðin í íslensku deildinni eru svo jöfn að það er bara dagsformið sem skiptir máli. Það lið sem er oftast í góðu formi vinnur svo titilinn “besta liðið”, öðru nafni Íslandsmeistaratitilinn.
Ef Skallagrímur verður oftar í góðu dagsformi en Keflavík og vinna, hvernig færðu þá út að Keflavík séu betri? Sure, Keflavík hefur oftar komist í úrslit en það skiptir engu máli þegar leikurinn sjálfur er í gangi. Njarðvík hefur einnig komist oftar í úrslit en Skallagrímur, en það þýðir ekki að Njarðvík sé endilega betra.
Þegar Keflavík og Skallagrímur kepptu á laugardaginn, var Keflavík betra liðið, enda unnu þeir verðskuldað.
Þegar Skallagrímur og Keflavík kepptu í gær var Skallagrímur betra liðið, enda unnu þeir verðskuldað.
Þessvegna eru nokkrir leikir alltaf í þessari úrslitakeppni en ekki bara einn, til þess að liðin nái ekki að stela þessu með smábetra dagsformi einu sinni. Heldur til að liðið með besta úthaldið og oftar betra dagsform vinni.
Og til að minna þig á það hafa Njarðvík og Skallagrímur keppt tvisvar í vetur. Í fyrra skiptið var Njarðvík dæmdur 20-0 sigur vegna þess að Skallagrímur notaði ólöglegan leikmann (þó Njarðvík hafi reyndar unnið leikinn sjálfan, bara með minni mun), en í seinna skiptið vann Skallagrímur 96-78.
Liðin eru öll mjög jöfn og mun úrslitakeppnin skera úr um hver er með besta úthaldið =)
Og þó að Njarðvík og Keflavík hafi oftar keppt í úrslitakeppninni þá þýðir það ekki að liðin séu betri. Í vetur hefur Skallagrímur unnið 2 af 4 viðureignum við Keflavík og 1 af 2 við Njarðvík.
50/50.
Þannig að, well, afsakaðu langt svar =)