Við vorum í eitthverjum miðaleik í skólanum í dag.

Þú dregur miða og átt að gefa eitthverjum sem þér finnst setningin á miðanum eiga við.

Og ég fékk miða sem stendur á “Þú ert alltaf tilbúin/n að veita aðstoð” eða eitthvað í þá áttina og ég setti þann miða náttúrulega beint á Jóhann Óla þar sem hans bækur eru notaðar þegar ég veit ekki svörin.

Síðan dró Þóra Katrín bleikann miða, þið sem vitið hvaða miðaspil ég á við vitið hvað bleikur miði er.

Og Þóra lét mig fá miðann og síðan þurfti ég náttúrulega að lesa miðann og á miðanum stóð að ég væri kroppur sem er reyndar alveg rétt.

Síðan var önnur umferð og ég fékk miða sem stóð á “þú ert ráðagóð/ur” eða eitthvað í þá áttina og ég bara “öhh, Jóhann Óli?, Eddi?, Eyrún?, Þóra? æ ég læt Þóru bara fá miðann”
Síðan kom frá Eyrúnu eftir að Þóra las á miðann “Hvað er eiginlega milli ykkar”

Eyrún greinilega móðguð.

En það var nokkuð gott þegar Eyrún fékk miða sem stóð á að hún brosti fallega og ætti að brosa oftar, hún er alltaf brosandi eða allaveganna mjög oft.

Hafa eitthverjir Sorparar spilað þetta spil, fyrir utan Jóla auðvitað.