Ég hef góðar fréttiri og slæmar fréttir. Hvorug þeirra skiptir ykkur hinu minnsta máli.
Góða fréttin:
Það eru komin lömb hjá okkur! Tvö! Suprised, eh? Reyndar á ég þau ekki. Leifur á þau. Aukaatriði. Þau heita Sunna og Sól (My little sister named them..)
Jahá. Og ekki nóg með það. Tja.. reyndar er ekkert meira.
Og slæma fréttin(fyrir mig þ.e.a.s.):
Það var kvartað yfir gestasveitum í fyrra. Sveitum sem kepptu undir þeim formerkjum að þær gætu ekki lent í verðlaunasæti. (Fyrir þá sem enn eru að lesa þá er sveit notað yfir “skáklið”).
Svo nú, þarf ég að standa í að finna 3 til viðbótar úr mínum skóla sem að vilja og geta keppt næstu helgi (og í Borgarnesi that sure is a problem). Ekki nóg með það, heldur þarf ég líka að redda okkur fari (ef ég finn nógu marga til að manna sveitina) og helst að finna okkur liðstjóra. Frábært.