Í fyrsta lagi, þá var ég í dag í frímínútum, og svona var bara í sófunum með vinum mínum, þegar allt í einu kemur Addi aftur: Omg, Atli, þú hlýtur að spila einhvern online leik, segðpu hvaða!!! (þess má geta að hann og þeir allir eru óharðsvífnir cs nerdar….) Ég hef svooooo oft sagt nei, nei, og aftur nei, helvítið vill bara ekki trúa mér! Svo, ég sagði bara hugi, þó að það sé ekki beint online leikur…
Þá sagði hann: Omg hugi, sko, farðu að spila almennilegan leik maður! Einhvern þar sem maður er í smá social sko, í staðinn fyrir að vera einn á huga n00b! Vá, ég var pissed, en bara nennti ekki að rífast, en hann móðgaði huga! Kill him…
Ath. fyrir ykkur sem spilið cs, þá er þessi aðili Zimbi í þeim leik….
Svo var fundur áðan úti í skóla, og þar komst ég að því að útskriftarferðin verður ekki farin til Danmerkur, heldur innanlands, því skólinn vill ekki taka þátt í að senda kennara með út, og enginn foreldri vill koma með, og ekki getum við farið ein. Asnalegi skóli, ég hata hann! Þetta var það fyrsta sem mér hefur nokkurn tímann líkað við hann, sem við höfum umfram aðra skóla, nú er búið að taka það frá mér! Ég hlakka til asð hætta…
En allaveganna, mamma og pabbi fóru á fundinn, ekki ég, og þegar þau komu heim og sögðu mér þetta, fór ég að rífast við þau hvað mosó væri ömurlegur bær. Þau voru ekki sammála, ég hata þetta, annað hvort er fólk mosó elskarar eða hefur enga skoðun á mosó, ég hef hitt eina aðra manneskju sem hatar mosó, sem einmitt hefur það sameiginlegt að hafa búið í breiðholti en flutt svo í mosó. Lets face it, þeir sem búa í Breiðholti munu aldrei hafa gaman að því að búa í mosó…
Svo áðan, eftir að vafra um á mbl að finna hús í breiðholti til að flytja inn í, fór ég fram til mömmu og pabba að tala við þau smá, ætla að setja samtalið hér:
ég: mamma, fáum við ekki 30 millj fyrir þessa íbúð?
pabbi: njah, frekar svona 26
mamma: af hverju spyrðu?
ég: getum við flutt aftur í Breiðholt?
þau: aftur í Breiðholt? ertu vitlaus? þú ert nú að fara að ljúka skóla…
ég: *strunsa aftur inn í herbergi tautandi “ömurlegi mosó…”*
Ef þið eruð að pæla í að flytja til mosó, ekki gera það, þetta eru ein stærstu mistök lífs míns að samþykkja þessa flutninga…
Ég er líka að pæla í að reyna að komast undan því að fara á lærdómsmaraþonið, mig langar ekkert á það ef við erum bara að fara innanlands, sama þó við séum að fara eitthvað fínt innanlands, ég bara nenni því ekki! Og ég nenni ekki heldur að fara í aukanáttúrufræðitímann á laugardagsmorguninn, mig langar frekar að sofa út og fara svo á samkundu. Ég bara VERÐ að komast á samkundu!
Ég veit, kannski ekkert merkilegt nöldur, sumu verður maður bara að koma frá sér…
Hey, með smá tilfæringum gæti þetta orðið 5000asti þráðurinn á almennt! Ætti ég að nenna að gera þennan þráð að því? Eða væri það misnotkun á adminréttindum? Ojæja, ég sé til…
-Vansi - pissed