*fliss* Þegar ég var þriggja ára og bjó í siðmenningunni [aka Reykjavík] þá var ég sofandi inni í lokuðu herbergi, sem lengst frá stofunni og mögulegt, og bróðir minn og móðir voru inn í stofu, sem lengst frá herberginu og mögulegt. Við vorum semsagt öll með lokaðar hurðir.
Allt í einu heyra þau eitthvað hljóð og halda að ég sé að gráta, en kemur ekki í ljós að ég sit steinsofandi í rúminu mínu svoleiðis öööskrandii úr hlátri.
Gaman að sofandi fólki.