Ég er með samskynjun. Fyrir þá sem vita ekki hvað það er þá er það EKKI sjúkdómur. Nei. Það er … fyrirbæri. Það er svona eins og Bubbi Morthens er með, að maður sér orð, stafi, fólk og jafnvel bragð í alls kyns litum. Ég er reyndar með frekar litla, ég sé bara orð og stafi og einstaka manneskjur. Samt mest nöfn.

Dæmi:
Bergþóra-gult og bleikt
Jóhanna-ljósblátt
Rakel-rósrautt
Heiða-soldið óljóst, en aðallega lillablátt
Sesselja-svipað og Heiða
Guðbjörg-appelsínugult
Agnes-einhvern veginn rauður
Tinna- svart, well, duh!
Salóme-svipað og Heiða og Sesselja

Tók bara dæmi á helstu vinkonum mínum :) Ég ruglast líka stundum á orðum og nöfnum vegna þess að þau byrja á stöfum sem eru eins á litinn…L,M og K eru svipaðir og stundum T…

Er einhver sorpari með samskynjun líka?
rofin aðeins ró