Ég þarf að klára síðasta kaflann í Alm.stæ.II og alla Alm.stæ. III (nema, hvað ég fæ að sleppa einum kafla) á 5 vikum.. Svo þarf ég ábyggilega að reyna að læra e-ð í ensku því að ég er að fara að taka samræmt próf í því (og stærðfræði) og ekki ætlar kennarinn að hjálpa neinum.
Svo er ég að vinna í tveimur ritgerðum, aðra um danska bók en hina um Hítardal.
Svo Samfélaxfræði. Sniðugur kennari sem lætur okkur læra allt heima og fer yfir verkefnin í tímum. Æði,alveg. Hef ekki náð neinu í vetur (frekar en afgangurinn af bekknum).
Svo náttúrufræði. Lesa í því. Stundum er samt miklu meira, nú þarf ég bara að lesa um 20 bls. fyrir næsta tíma.
Skrítið samt að ég er alltaf búin með allt sem á að gera án þess að læra mikið heima *klóra mér í hausnum*. I'm still trying to figure that out.
Svo þess má geta að umsjónarkennarinn okkar “gafst upp” á okkur. Svona eiginlega. Við erum svo óþekk. Svo kvartaði einn kennarinn (tja, reyndar fleiri) vegna lítils vinnufriðs í tíma. Huh, þessi sem kvartaði mest er fífl. Það er ALLTAF vinnifriður í tímum hjá honum. Hann rak 3 stelpur út í sama tímanum útaf engu og var greinilega alveg að fara að reka þá fjórðu út (útaf ennþá minna en engu). Við kvörtuðum á móti. Ekkert verið að taka mark á okkur. Heill bekkur segir eitt, kennarinn annað. Auðvitað hlýtur kennarinn að segja rétt frá..
Svo er verið að kenna þessum fjórum stelpum um að enginn þolir kennarann. Við höfum aldrei sagt það (þó við þolum hann ekki). Sem sýnir enn betur að það er aldrei hlustað…
Nú fór ég út fyrir efnið. Úps.