ég er loksins komin með bílprófið, alveg ótrúlegt hvað ég er góður á bíl, fékk engar villur á bóklega og engar villur í verklega, ég bara skil ekki hvernig ég fer að þessu, en nóg af monnti, rúnta sorparar mikið ?
pæling dagsins: hafiði lennt í því að þurfa að gera hlut x en ekki getað gert það því að þið þurfið að gera hlut y fyrst, en þið getið ekki gert það því að það þarf fyrst að gera hlut x fyrst?
nei, ég rúnta ekkert sérstaklega mikið, bara þegar ég get hitt vini mína.
og með pælinguna, hef lent í þessu OFT. Átti að skila spænskuverkefni en sleppti þvi vegna þess að ég átti eftir að gera enskuverkefni en sleppti því vegna þess að ég átti eftir að lesa bók í íslensku, en nennti því ekki því spænskuverkefnið var svo stutt að ég ætlaði að klára það bara fyrst, en svo fattaði ég að ég átti eftir að skila fyrirlestri í sögu, en hann átti að vera svo langur að ég lét hann bíða og ætlaði að lesa enskubókina fyrst….. Ég er ekki búinn að gera neitt í neinu eins og er.
Ég labba yfirleitt, þar sem ég á ekki bíl né bílpróf … Svo held ég mig mest innan dyra, er á heimavist og allt sem ég þarf er á vistinni, matur, rúm, vinir, nettenging, sjónvarp, sjoppa …
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..