Áðan fékk ég símtal frá vini mínum úr skóplanum sem sagði mér stoltur frá því að ég hefði verið tilnefndur Herra Ármúli og Best klæddi nemandinn í FÁ. Ég var náttúrulega geðveikt ánægður en frekar hissa og spurði hvort hann væri alveg viss um að þetta væri ég sem var verið að tilnefna, og hann sagði “Já auðvitað, þú ert sá eini í skólanum sem heitir Ingólfur Örn. Getur meira að segja kíkt á fáviti.is ef þú trúir mér ekki” og ég var náttúrulega geðveikt ánægður með það, hef aldrei verið tilnefndur til neins áður.

Svo kem ég heim, fer inn á þessa blessuðu heimasíðu nemendaráðsins og sé þetta:

Herra Ármúli
Ingólfur Örn (Idol)
Þorvarður
Guðmundur Kjartans
Bjössi
Ingi Hrafn

og

Best klæddi nemandinn
Björn Ingi
Karólína
Ingólfur Örn (Idol)
Andri Geirs
Birgitta Árna

http://www.faviti.is/frettir.php?ObjID=78

Ég var ekkert smá svekktur við að sjá þetta, því að þessi Ingólfur sem er verið að tala um hérna er sami Ingólfur og tekur þátt í Idolinu, semsagt vitlaus Ingólfur. Ég hef allavega aldrei tekið þátt í þessu Idoli svo ég viti.

Ég er samt frekar fúll, hélt loxins að ég væri að vera tilnefndur, en neinei, kemur einhver annar kall sem getur sungið, stelur nafninu mínu og verður sætasti strákurinn í skólanum :(
Þetta er ekki sanngjarnt. Ég er hættur að halda með honumí Idolinu. Allavega þessa vikuna.