Í Kársnesskóla í dag skulfu menn af skelfingu, stelpu runnu til, fólk féll í yfirlið.
Hví spyrjið þið kannski?
Jú jú svarið er nokkuð augljóst.
Sir Brave Knight og félagar hans riðu um ganga þar!
Föruneyti hans var skipað svona:
Vignir: Sir Brave Knight! Riddari og hetja mikil!
Gunnar: The Mighty Wizard! Ja nafnið segir það
Maggi: Rogue með Boga! Það er svona sneaky kall sem skýtur folk þegar það sér hann ekki =)
Þorfinnur: Farandssöngvari mikill með rödd eins og engill og gítarspil eins og……engill
Ragnar: Gaurinn sem hleypur á undan til að tilkynna komu “SIR BRAVE KNIGHT!” og félaga
og ég, gaurinn sem er með tvær drottnigar úr tafli (eina svarta og eina hvíta) og slær saman til að framkalla hófahljóð fyrir Sir Brave Knight og tók eina og eina sönglínu í farandsóðum.
En allavega þá reið þetta vægast sagt fríða föruneyti um ganga skólans, sali og félaxmiðstöðvar og sló ótta í hjörtu illmenna, öfund í hjörtu ungsveina og greddu í hjörtu kvenna.
Þeir frömdu ýmsar hetjudáðir á þeim tíma!
Drápu t.d. nokkra ógurlega 6 eða 8undu bekkinga með eldboltum og glæsibrag! Sigruðust á illmenni sem stal hesti Sir Brave Knight, drápu alla sem horfðu á þá eins og þeir væru þroskaheftir eða hlóu að þeim og var boðið að leika atriði á árshátíð!
Þeir sögðust að sjálfsögðu ætla að íhuga þetta yndislega boð!
Það var sko gaman =)