Ég labbaði upp að henni…
Hún var þarna, í öllu sínu veldi, beint fyrir framan mig.
Vá, hún var svo falleg, svo tignarleg, stóð hún þarna fyrir framan mig í öllu sínu veldi.
Ég snerti hana. Góð tilfinning, ég sem hafði þráð þetta augnablik svo lengi.
Ég var í vafa hvort ég ætti að fara inn um hana.
Já hlutinn minn hafði yfirhöndina, ég ákvað að fara inn.
Ég náði í hann, vá, fallegur, glansandi, og nokkuð stór get ég sagt.
Ég handlék hann smá, en tók svo ákvörðun að stinga honum inn.
Það var smá mál að hitta, ég titraði allur, enda hafði ég ekki gert þetta lengi, og var orðinn nokkuð spenntur.
Eftir nokkrar tilraunir við að reyna að troða honum inn, uppgötvaði ég að hann snéri vitlaust, engin furða að hann komst ekki inn!
Mmmm, hann var kominn inn, vá hvað ég var spenntur fyrir framhaldinu!
Ég ýtti henni smá, aðeins fram á við, og sá þá hina fallegu sjón.
Ég var kominn heim í fyrsta skipti í heilan mánuð, home sweet home.
Ég setti lykilinn aftur í vasann, lokaði hurðinni og faðmaði veggina mína.
Heima er bezt.