Hmm… Mér var kennt svona:
Bera mikið (ekki of samt) af vaselíni framan í sig og á alla staði á húðinni sem eldur gæti farið á.
Taka hálfslítersgosflösku og bora dulítið gat á tappann, svo hægt sé að ná vökva þar í gegn.
Síðan æfir maður sig smá á vatni, semsagt, maður bara setur vatn í flöskuna, setur smá í munninn í gegnum gatið á tappanum og frussar því útúr sér. Frussið á að koma út í mörgum litlum dropum.
Þegar maður hefur náð því fullkomlega þá setur maður eitthvað annað í flöskuna, grillolía er t.d. góð. Mæli með henni. Passa sig samt að kyngja henni ekki.
Síðan nær maður sér í prik einhverskonar, kannski brjóta fót af gömlum ónýtum tréstól eða eitthvað.
Þarnæst setur maður bómull á endann á prikinu, passar að það sé vel fest, svo setur maður olíu yfir hana og kveikir að lokum í.
Þá er maður kominn með allt, gott prik með eldi, vörn gegn bruna og eitthvað til að frussa á eldinn og láta líta út fyrir að maður spúi eldi.
Muna samt, að maður spúir eldi alltaf uppá við, því eldur leitar upp. Annars myndi eldurinn leita upp til þín og mjög líklega myndi kvikna í munninum á þér. Einnig skal passa að vera úti, en maður á náttúrulega ekkert að vera að spúa eldi svona inni hjá sér því það kemur mikill eldur. Og þegar þú ert úti, skaltu passa að spúa aldrei eldi á móti vindi, því þá kæmi hann bara aftur til baka beint á þig.
Og þegar þú spúir, ekki halda prikinu of nálægt þér og ekki halda því of lengi þarna, vertu fljótur að færa það frá, því annars getur eldurinn einnig leitað tilbaka og kveikt í munninum á þér.
Í fljótu bragði sýnist mér ég engu hafa gleymt. Have fun!