Pabbi var að segja mér hvað það gæti skipt miklu máli hvar ein lítil og aum komma væri í setningum.

Til dæmis þú ert fangelsiskall og færð orðsendingu frá fangelsisstjóranum sem er:
a.
Hengið hann, ekki bíða þar til ég kem
b.
Hengið hann ekki, bíða þar til ég kem

Annað segir að þú eigir að hengja fangann en hitt segir að þú eigir ekki að hengja hann.

En síðan gerist það einn góðan veðurdag að þú færð orðsendingu frá fangelsisstjóranum sem er svona:
Hengið hann ekki bíða þar til ég kem

Hvað geriði þá?

Ég prívat og persónulega myndi hengja hann en passa að hann myndi ekki drepast alveg en síðan taka hann úr snörunni og bíða eftir fangelsisstjóranum með hálfdauðann fanga.

En hvað myndir þú gera ef þú fengir þessi skilaboð án kommu???