Ég hef verið að spegúlera smá, er fréttakubburinn orðinn úreltur? Er einhver framtíð með TSNG? Er TSNG að virka yfir höfuð?
Samkvæmt mínum heimildum hafa fréttamenn verið að hætta í hrönnum upp á síðkastið, fyrst MadClaw, síðan sky, og að lokum allidude, sem skilur supernanny eftir eina sem aðalfréttaritara, og OfurKindina sem varafréttaritara (kannski fleiri?).
Einnig liðu 5 dagar á milli frétta, það er ekki eðlilegt…
Er fólk hætt að nenna þessu? Er enginn sem að nennir lengur að setjast niður og skrifa smá fréttir um sorpið? Því það er mjög gaman að lesa þetta, og einnig gott til að fylgjast með, eða eitthvað þannig…
Á að leggja af þetta fréttastúss? Ef ekki, þá býð ég mig hér með fram sem aðalfréttaritari, er það ekki í lagi?
Kv. vansi