Í matinn í dag í skólanum þá var kjúklingur og giskið á hvað ég og Ole vorum að tala um þegar við vorum að éta.

Það er rétt hjá ykkur fuglaflensuna.

Við vorum að pæla í því hvað við myndum gera ef fuglaflensan kæmi til landsins og hvað við myndum gera ef við myndum smitast af henni.

Síðan sagði ég:“Veistu mér væri alveg sama þó ég myndi deyja á morgun” og getiði hvað gerðist við mig um leið og ég kláraði setninguna?

Rangt ég dó ekki.

Það hrökk ofan í mig kjúklingsbiti og ég bara næstum dauður, var 2 sek að hósta þessu upp úr mér svo ég var ekki nærri dauður.

Og þá kom Jóhann og sagði:“Vó shit, ég hélt þú myndir drepast núna”

Og ég lærði einn hlut á þessu og ég ætla að deila því með ykkur, hlustið á mömmu ykkar ef hún segir að þið eigið ekki að tala með munninn fullan eða hálffullann af mat, því að þá getiði þið kafnað.

Eru Sorparar hræddir við fuglaflensuna??