ég keypti mér nýjar buxur í gær þar sem ég var að verða mjög fátækur á buxur.

Fyrst fer ég í Intersport og ég finn mér buxur þar en nei þær eru bara til of stórar og ég fann engar aðrar.

Svo ég fór í Útilíf og fann ekkert sem mig langaði í þar, allaveganna engar buxur.

Svo ég ákvað að pæla bara í þessu seinna en síðan fórum við, pabbi í Hagkaup og löbbuðum framhjá fötunum þar og sáum þessar íþróttabuxur sem voru samt ekki neitt merki, fyrst sagðist ég vilja merki en pabba tókst að sannfæra mig um að prófa þær.

Ég prófaði buxurnar, þær voru ekkert óþægilegar svo ég lét pabba bara kaupa þær en sagðist samt frekar vilja merki.

En þessar buxur voru keyptar og allt í lagi með það.

Ég fór í þær í fyrsta skipti í morgun.

Eftir 6 og hálfan tíma ca. þá rifnuðu þær þegar ég og Ole vorum búnir að vera í “fótbolta” í 10 mín topp.

En ég var sitjandi á rassinum að gera næstum ekki neitt 6 tíma og kortér af þessum 6 og hálfum tíma

En þetta þýðir að ég fái mjög líklega nýjar buxur um næstu helgi og þær skulu vera merkjavara.

Btw. takið þátt í handbolta quiz-inu mínu

http://hugi.is/handbolti/threads.php?page=view&contentId=3092408