Í gær þegar ég fór að sofa var ég ansi óheppinn samt var ég vel vakandi svo það er ekki hægt að kenna þreytu um.

Ég fór og burstaði tennur og gekk inn í svefnherbergi en þá sparkaði ég í þröskuldinn og þá blótaði ég þröskuldnum smá.

Síðan fleygði ég mér í rúmið með þeim afleiðingum að ég skallaði vegginn.

Þegar ég var búinn að liggja andvaka uppi í rúmi í eins og hálftíma þá teygði ég aðeins úr mér og þá lamdi ég óvart hornið á kommóðunni[frekar vont] sem er við rúmið með þeim afleiðingum að ég reisti mig fljótt upp og lagðist ofan á hendina og hausinn lafði útaf rúminu og ég skallaði rúmið[umgjörðina].

Síðan þegar ég vaknaði, 0720 þá varð ég var við það að síminn minn hringdi ekki klukkan 0650 en vekjaraklukkan hringdi samt, síðan leitaði ég að símanum lengi en gafst svo upp og fór í skólann.

Þegar ég kom heim núna áðan þá ætlaði ég að hringja í pabba og biðja hann um að kaupa ís og leitaði í 5 mín. en fann ekki símann svo ég fór á siminn.is og sendi mér SMS, við fyrra SMS-ið fann ég ekki símann.

Það stóð í fyrra SMS-inu “hvar ertu???”

Og síðan sendi ég annað SMS sem stóð í “í hverju ertu ?” og viti menn það virkaði.

Ég fann símann undir koddanum mínum, ég hef sett hann þar eitthverntíman í morgun.