Ég giska á að FireFox verði bráðum nógu frægur til að vera vírusasuga, eins og IE, því þeir sem gera vírusa velja auðvitað forritin sem flestir nota.
Opera er einfaldlega best, auðveldast, þægilegast. Eða, það er mín skoðun, þín er kannski önnur, en ég byrjaði með Opera eftir að IE crashaði, sem eru nokkur ár síðan, en fyrir ekki svo löngu síðan ákvað ég að fá mér firefox, því allir voru að lofsyngja það. Ég prófaði, jújú, adblock er fínt, en entist ekki lengi, því það pirraði mig hvað hann var hægvirkur, erfiður í að customize-a, það þurfti extension fyrir næstum allt, m.a.s. c/p, og síðast en ekki síst, sem er stærsti kostur Opera, í Opera reloadast ekki alltaf síðan þegar maður fer í back. Ég get t.d. farið til baka á korkinn, og svo aftur hingað áfram í “gefa álit”, og allt er ennþá þar sem ég skrifaði. Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er þægilegt.
Þið sem veljið að nota e-ð bara því allir aðrir nota það, gott hjá ykkur. Ég breyti ekki yfir fyrr en ég sé að firefox hefur tekið miklum breytingum. Ég sé það ekki gerast, mainstream drasl.