Ég er mjög hissa á Íslendingum í dag.. Og það er góð ástæða fyrir því(hún tengist hvorki Eurovision né handbolta) nei.. Hún tengist því að það nennir “enginn” að hjálpa öðrum O_o

Var með vini mínum og vinkonu að keyra heim frá Þorlákshöfn í gærkveldi(don't ask why) og við erum alveg að koma að Litlu Kaffistofunni þegar við sjáum bíl sem búið er að leggja út í vegkant og hann var með neyðarblikkljósin á. Við stoppuðum(að sjálfsögðu:)) og fórum að hjálpa þessu fólki.
Kemur ekki bara í ljós að þau hafa verið þarna í næstum því klukkutíma, og meira en 30 bílar hafa keyrt beinustu leið framhjá þeim.
Þetta var vám um það bil 12(miðnætti) í gær og það var.. já bara heavy umferð þarna. Á meðan við vorum að hjálpa þeim keyrðu að minnsta kosti 20 bílar framhjá.

Pfft!
go on just say it.. you need me like a bad habit.