(ef þið viljið eiga skjáskot af 1.000 stigum nákvæmlega á ofurhugalistanum, gerið það þá núna, það mun uppfærast rétt eftir miðnætti)
Ég var að komast að einu, '90 árgangurinn er spilltasti árgangur í sögu Íslands! Pælið í því! Það var verið að tala um þetta í Kastljósi um daginn, og stelpa í skólanum var að minnast áþetta áðan.
Með spillt er verið að meina að skv. könnunum drekka þau, dópa og reykja mest af öllum árgöngum, frá örófi alda á Íslandi!
Og önnur sláandi staðreynd, Varmárskóli í Mosfellsbæ er með hæstu reykingartíðni 10 bekkjar á skólum á Íslandi í dag! Fyrir þá sem ekki vita, er Varmárskóli í Mosfellsbæ, og ég bý líka í Mosfellsbæ. Samt er égí hinum skólanum, þar sem fáir reykja.
Spáið í þessu, ég er í spilltasta árgangi Íslandssögunnar, bý í bæ með hæstu reykingartíðni landsins í öðrum skóla, samt hef ég aldrei reykt, aldrei drukkið og aldrei verið í dópi. Ég er stoltur af sjálfum mér.
Og, fyrst við erum að tala um drykkju, mig dreymdi skrítinn draum í nótt. Allt í einu voru komnir 6 bjórkranar fyrir framan eldhúsvaskinn, égfékk mér einn lítinn sopa og ég varð fullur! Pff, þetta þýðir að ég mun verða alkahólisti ef ég smakka áfengi einhvern tímann.
E.s. skólinn minn er nískur að kaupa ekki sófa til að hafa á skólalóðinni.