Kæru Sorparar
Vegna mikillar umræðu í fjölmiðlum núverið um að íslenskan muni nú brátt hverfa af yfirborði jarðar þá höfum við undirrituð tekið að okkur að hægja á þeirri óheillaþróun, og koma jafnvel í veg fyrir hana ef vel gengur.
Mælumst við til þess að fólk taka nú upp að tala rétt íslenskt mál, styðjist við stafsetningarreglur og hætti að skrifa eitthvað vitlaust þó að það þykir “kúl.”
Við, undirrituð ræddum þetta vel og lengi í kvöld og komumst að því að flest orð í íslensku eru tiltölulega íslensk að uppruna og velnothæf. En þó eru nokkur sem stinga í augu. Hér á eftir koma nokkur dæmi og tillögur um önnur íslenskari orð sem mætti nota í staðinn.
Kaffi gæti útlagst sem svartbaunaseyði. Þetta má þó íhuga þar sem kaffi er ágætt orð í sjálfu sér þó það líkist kannski of mikið enska orðinu coffee
Einnig komu upp aðrar tillögur á fundinum og birtast þær hér að neðan
Kúl ~ Svalt – Kúl er afbökun á ensku máli og þykir ekki flott. Notið frekar Svalt sem er mun svalara og íslenskara.
MSN ~ FBS – Flýtiboðasendir
MSN skilaboð ~ FSB – Flýtiskilaboð
Bloggsíða ~ Færslusíða
Blogg ~ Færsla
Delete ~ Eyða
Savea ~ Vista
Download ~ Niðurhal
Webcam ~ Vefmyndavél
Internet ~ Vefur – Við veltum þessi lengi fyrir okkur og komumst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að búið væri að finna orð þ.e. Veraldarvefurinn væri það orð óþjált og of langt og betra væri því að nota Vefur.
Formleg stofnun baráttuhóps gegn enskuslettum og afbökun á íslensku ritmáli.
Helstu markmið:
Öll heiti á korkum, greinum myndum, sögum, fréttum og tilkynningum séu á íslensku!
Hættum að nota tökusmáorðin tjah, skomm, njah, og annað í þá áttina.
Lærum að nota I og Y á réttum stöðum!
Virðum hinar almennu stafsetningarreglur!
Notum Alltílagi, Allt í lagi eða aíl í stað Okey og Ok!
Virðingarfyllst
Cho, vansi og Moonchild