Tjah … Let me tell you a story.
Þetta byrjaði svo saklaust … Ég sat í mestu makindum við tölvuskjáinn eitt kvöldið og vinur minn, hann Stefán Ísfirðingur, sagði hina þrjá ódauðlegu stafi “brb” [sem eru eiginlega bara tvær gerðir af stöfum en nóg af því].
Stuttu seinna kom hann aftur og lét mig vita af því. Í staðinn fyrir að segja “Jeeij” eða “Vúhú” eins og venjulega sagði ég “VÍÍÚÚ” og þá varð mér ljóst að ég væri í raun og veru sírena!
Hann fattaði að sjálfsögðu ekkert, en ég var í djúpum pælingum það sem eftir var af þessu kvöldi.
Nokkrum dögum seinna, sem sagt í dag missti ég þetta aftur út úr mér, þetta fallega hljóð “VÍÍÚÚ”.
Ég: víííúúúú vííííúúú
Stefán: ertu í lögg'og bófa
Ég: nei langaði bara að vera sírena
Stefán:já ok skil þig fullkomlega, gott að fleiri eru komnir útúr skápnum…
Ég: Hver er það?
Stefán: þú, að viðurkenna þörf þína fyrir að vera sírena.
Ég: Þá kemur maður ekki út úr skápnum, það eru samkynhneigðir Ég kom undan rúminu!
Stefán: ég er alltaf að ruglast
Þetta er semsagt umræðan sem fór fram eftir þetta atvik.
Feitletrað eitt - Þarna reyndi ég að koma mér út úr vandræðunum en ákvað stuttu síðar að það væri bara best að skammast sín ekkert.
Feitletrað tvö - Þarna var ég ekki viss hvað hann var að meina.
En eftir það reyndist þetta barnaleikur og ég er fegin að hafa komið þessu frá mér.