Blogg hjá vinum mínum ,mér fannst þetta nokkuð skondið, ég hef mjög sérstakan hómor.
——-
Dæjn dæjn….hér kemur smá kennsla í því hvernig þú átt að segja frá einhverju sem gerðist fyrir þig.
Hér er dæmi um eina sögu.
Ég spurði mömmu hvort ég mætti fara út í búð að kaupa snúð. Mamma leyfði mér það. Ég fór út í búð og keypti mér snúð. Afgreiðslukonan spurði hvort ég ætlaði að kaupa snúðinn og ég sagði já. Svo sagði hún hvort ég vildi eitthvað fleira, ég sagði nei. Síðan fór ég heim að borða snúðinn.
Já, þetta er mjög athygglisverð saga EN, það má gera hana enþá betri. Ég skal kenna ykkur hvernig maður segir sögu nú til dags.
Sko ég bara spurði mömmu sko þúst hvort ég mætti fara útí búð skillöru að kaupa snúð sko Og hún bara jááá og þá bara fór ég bara og þúst keypti mér sko snúð. Þá kom kellingin eikka bara ætlaru að kaup'etta eða? og ég bara omg jááá audda! og hún bara eikka fleira? og ég bara nei, þúst heldur hún að ég sé eikka rík eða? eða of mjó skillöru, gefa í skyn að ég ætti að þúst borra meira sko… og síðan bara fór ég bara heim þúst að borða sko snúðinn skillöru….