Fyrir áramót þá kom á hverjum degi hingað blogg frá mér og nú held ég áfram og kannski ég velji alltaf Sorpara gærdagsins að mínu mati og eikkað sona segið bara hvað ég að vera með fyrir utan Sorpara gærdagsins.
10.01.2006
Í hádeginu í dag var pasta, ég sem er svo mikill ‘pastamaður’ að ég borða ekki pasta þannig að ég borðaði ekki pasta ég fékk mér bara brauð sem er alltaf með pastanu.
Í dag var gaman í stærðfræðitímanum við fórum að gera tilraunir með rúmmál sem þýddi að það fóru fullt af hrísgrjónum á gólfið þannig ég ætla ekki að éta hrísgrjón í þessum skóla á næstunni þar sem ég veit núna hvaðan þau koma.
Í seinasta tímanum sem var valtími þá var ég í eitthverju sem kallast “Skák og Spil” og það var telft og ég byrjaði á að tefla við Hauk, það var skák sem ég vann og síðan telfdi ég við Imbu, þegar ég var bara 10 stigum undir þá kláraðist tíminn svo það var jafntefli, já svona er ég stundum heppinn.
Þegar þessi dagur er skrifaður er klukkan ekki orðin það margt að ég geti skrifað meira svo að ég stoppa hér.
Kveðja
Nesi#13