Þar sem ekkert virðist vera að gerast hérna ákvað ég að gera kork um hræðslu. Allir eru hræddir við e-ð. Kannski kanínur. Kannski ódauðlegan galdramann sem ætlar að drepa mann eð jafnvel bara um að píanó detti ofan á hausinn sinn.
Hversu fáránlegt sem að það er þá er ég myrkfælin. Sama þótt að það sé barnalegt eða hlægilegt þá get ég ekki hætt þessu. Þetta er bara e-r tilfinning sem kemur. Ég kann ekki að lýsa þessu en þetta er eins og vatns-og lofthræðsla. Þú hefur ekki stjórn á þessu og getur ekki hætt þessu viljandi.
Ég ímynda mér oft að ég heyri fótatak eða sjái e-ð þegar ég gisti í gamala húsinu heima (þar sem amma bjó). Eða ég hef reyndar bara ímyndað mér einu sinni að ég hafi séð e-ð en það var viraði bara raunverulegt (ég var svona 7 ára) og ég varð hrædd. Ég sá litla skrítna veru.. tja.. ég sá hana ekki, þetta var ímyndun. Það hefur allavega enginn annar séð neitt þarna né heyrt svo að þetta er ímyndun. Ég er reyndar ekki viss hvað þetta var. Þetta var allvega lítið. Ég sá eiginlega bara skugga sem stóð við endann á dýnunni minni. Ég lokaði augunum og þorði ekki að opna þau. Ég var viss um að þetta væri þarna enn og þorði ekki að hreyfa mig né sýna minnst merki um að ég væri vakandi.
Ég hef alltaf lokað hurðinni á milli gangsins og stofunnar þegar að ég hef gist þarna síðan. Það veitir mér nefnilega öryggistilfinningu og þá er ábyggilega minni líkur á að ég ímyndi mér svona vitleysu þrátt fyrir að mér hafi stundum fundist ég heyra fótatak sem að stoppar við hurðina:S En hurðin er á milli og það er betra…
Hræðsla er skrítin tilfinning hvernig sem að hún atvikast. Hvort sem að það er raunverulegur hlutur eða ímyndun þá er tilfinningin alltaf sönn og jafn hræðileg.
Tja.. ég hef líklegta gert mig að hálfgerðu fífli með þessum korki en ég varð bara að setja e-ð hingað inn vegna þess að ég hafði ekkert að gera. Ég skrifa um þetta vegna þess að rétt áðan hafði ég það sterklega á tilfinningunni að e-r væri fyrir aftan mig. Það var auðvitað ekkert þar. En mér fannst e-r vera þar sem að er enn verra.