Úhhh, varstu að fá kött? Ég átti einu sini kött sem hét Bjartur. Einu sinni, þá fór hann undir bíl en náði að rúlla sér þannig að dekkin komu ekki við hann. Hann ældi oft á skrifborðsstólinn minn, þannig að ég þurfti að hafa svona bol yfir stólnum þegar ég sat í honum. Við fengum hann eftir auglýsingu á Bylgjunni, hann bjó í Kattholti áður en við fengum hann. Svo hvarf hann þegar við fluttum. Fyrst sagði pabbi að það væri búið að svæfann, síðan að hann hafi farið á sveitabæ. Tjah, mig langaði bara að deila þessu með þér ^^
Svo líka, þegar við bjuggum á neðstu hæð í blokk, þá duttu 3svar kettir niður á svalirnar okkar, alltaf sitthver kötturinn. Einu sinni datt einn næstum á mömmu í sólbaði. Þeir lifðu allir fallið af, þrátt fyrir að detta af 3. hæð. Áhugaverð lífsreynsla að fá kött á svalirnar sem kemur á óvart.
Kettir eru snillingar :Ð