Já blessuð og sæl vinir mínir.
Ég er þessi eftirlýsti. Magnað hvað þið ætlið að gera við mig, alveg stórmagnað. Það versta er að það verður enginn morgundagur. Ég fæ aldrei að finna ilminn af nýjum degi, aldrei að upplifa kraftaverk hvers dags fyrir sig, ég fæ aldrei að sjá litlu börnin hlæja og leika sér. Ég fæ heldur aldrei að sjá sólina koma upp, og setjast á svo fallegan hátt, ég fæ aldrei að eignast börn, ég fæ aldrei að eignast konu, ég mun aldrei semja lag sem fer í fyrsta sætið á breska vinsældarlistanum, ég verð aldrei atvinnumaður í knattspyrnu, ég fæ aldrei að upplifa drauma mína.
Íhugið hvað þið ætlið að gera við mig, er það réttlætanlegt?