Þessi kokrur er gerður sérstaklega fyrir foxyme en henni finnst ég þurfa að auglýsa litlu systur mína [don't see why].

Allavega þá er hún rúmum 5 árum yngri en ég (eins og Mizzeeh er rúmu ári eldri en ég..).

Hún er dökkhærð.. og á sér nafn.. Ekki huganafn, bara nafn.

Hún er efnileg frekja og er sú eina í famelíunni sem á ekki að nota gleraugu.. þó að hún sé á mörkunum…

Hún gengur í Grunnskólann í Borgarnesi og æfir skák (veit ekki afhverju, henni finnst það leiðinlegt) og bestu vinkonur hennar heita Sibba, Ússa og Lára.. Já, hún sjálf heitir Hulda Rún..

Hún segist vera mikil hestamanneskja en reiðhesturinn henner er leiðinlegasta hross sem ég hef kynnst og kallar sjálfan sig *hnegg* þó að við köllum hann Gauta..

Hulda Rún er að sjálfsögðu pirrandi en þar sem hún er litla systir mín væri hún læknisfræðilegt undur ef að hún væri það ekki..8-)

Ég sé ekki alveg pointið í þessum korki en Lína sér e-ð… *hux*

Ætti ég ekki líka að skrifa um hundinn minn fyrst ég er byrjuð á korkinum?

Hann kallast Tobbi.. Heitir víst Tóbías en er aldrei kallaður neitt annað en Tobbi.. Hann er hhreinræktaður Bordie Colly (kann samt ekki að skrifa það:S).

Skemmtileg saga hvernig ég fékk hann. Ég átti að keppa á einhverju Íslandsmeistaramóti í frjálsum (í spjóti) en þjálfarinn minn gaf mér óvart vitlausa tímasetningu svo að ég missti af þessu en var svo miður sín að hún gaf mér hund=D

Tobbi er snillingur. Er alltaf að slíta sig lausan og rífa skó og annað slíkt í tætlur.
Við gáfum honum jólapakka (innpökkuðum, auðvitað) og eftir að hafa afhent hann þá fórum við að skoða jólakortin en fórum svo seinna um kveldið og gá hvort að hann væri búinn að rífa utan af gjöfinni. Jú, hann hafði rifið utan af henni og lagt pappírinn AFTUR yfir til þess að við myndum ekki sjá að hann hefði rifið pappírinn (hann er venjulega skammaður nefnilega þegar að hann tætir).

Jú, hann Tobbi er snillingur.

Þessi korkur var gerður fyrir foxyme því að hún segist vita svo lítið um mig (kallar mig meira að segja stunum Jesús=/). En nú veit hún vonandi meira um mig.. Þó að ég sleppi um að skrifa um hestana og kindurnar..

Skil ekki enn afhverju ég átti að láta þetta í kork but.. Oh well..