Jæja, ég er að fara að byrja að ausa úr viskubrunnum mínum yfir ykkur, farið í regnkápur, og ekki fara úr þeim, þetta eru engar skúrir, nei, hellidemba! Og hún stöðvast ekki fyrr en ég vil það, og ekki vil ég það, svo, get used to it.
Ari. Þið kannist kannski aðallega við þetta orð sem nafn, en það er notað í öðrum og dýpri tilgangi. Þið n00bar hérna, þið sækist eftir að verða það sem kallast “sorpari”. Þarna, í þessu orði, kemur fyrir orðið ari. Sama gildir um mörg önnur orð, eins og málari, hlaupari, nauðgari, sjóari.
Ari var eitt sinn ekki nafn, heldur bara viðskeyti á fyrrgreindum orðum og fleirum í þeim dúr. En, það var eitt sinn maður, sem hét Ælmonessóklorimaníó, en enginn gat munað´nafnið hans. Hann var frægur ljósmyndari, þó að það hafi ekki verið búið að finna upp myndavélina þegar hann lifði, og enginn gat munað nafnið hans. Allir byrjuðu bara að kalla hann Ljósmyndara, síðan Myndara, og svo var það stytt í Ari. Fólk var svo hrifið af þessum merka manni, að það skírði börn sín eftir honum. Eða, aðallega drengi.
Þannig spratt upp sú hefð að nota nafnið Ari á sveinbörn.