Tja.. Það virðist vera lítið að gerast hérna svo að ég ákvað að deila með ykkur hugsunum mínum um hitt og þetta.
Ég sit hér í mestu makindum og er að hlusta á FM Óðal, 101,3 (ég verð í því á fimmtudaginn klukkan 13:00 =D). Ekki nóg með það heldur er ég líka að skrifa kork á huga. Hverjum hefði dottið það í hug?
Svo fór ég að pæla..
Þegar langalangalangalangalangalangalangaafi minnm var úti að labba á landnámsöld… Ef að hann hefði beygt til hægri í staðin fyrir vinstri hefði Davíð Oddsson kannski aldrei orðið forsætisráðherra?
Og í alvörunni. Þetta er ekki það skrítnasta sem að fer í gegnum hug minn:S
Vá, það var verið að auglýsa bíódag í Óðali. Og Nepal.. Og svo hitt og þetta skemmtilegt.
Haldið svo ég ég hafi ekki giskað mig uppí 8 á prófi? Jú, það kallast dugnaður. Vissi varla neitt af þessum spurningum. Bara einhverjir 2-3 fyrir ofan mig. Náði yfir meðaleinkunn=D
Vó, nú kom Hyrnuaglýsingin frá því í fyrra. Næst er Samkaupauglýsingin.
“Í Samkaup komstu inn…”
Gaman af því.
Hvar er Sedna annars? Hef ekki séð hana nýverið.
Nú eru Leifur í útvarpinu! Auglýsing frá því í fyrra. Ingvi Tryggvason-auglýsing. Nýja Óðalstefið! Vó, þetta er yndisleg stöð.
Ohh.. það er kominn e-r þáttur um jólaundirbúning.
Haha… Það heyrðist óvart í stelpunum yfir lagið:'D
Hmm.. Þessi korkur fer bráðum að enda *-) Man ekki eftir neinu fleiru sem að ég gæti deilt með ykkur á þessum korki *Skreyti korkinn með aðstoð þáttarins um jólaundirbúning*
Aaahh.. ég var að muna eftir einu til viðbótar. Þá læt ég svona E.S.
*geri E.S.*
E.S.
Ég fer kannski í bæinn um helgina! Þ.e.a.s. ef að mamma leyfir *-) En ég búin að planleggja það þannig.