Ég er að pæla í að byrja bara að gera stikkorð í blogginu eins og ég gerði seinast.

Í skólanum í dag gerðist ég þetta:

-Ég fór og byrjaði á test 6 í ensku, á að vera búinn/vera á test 8 þar sem ég er búinn með bókina

-Ég fékk 1 epli með skemmd og annað sem var án skemmdar

-Þeir sem eru í 8.bekkjar hljómsveitinni fengu 3 frítíma/æfa fyrir eikkað í næstu viku

-Ég, Inga og Þóra kláruðum hópverkefnið í stærðfræði án Inga Gunnars þar sem hann er í hljómsveitinni

-Ég telfdi við Ole nokkrum sinnum og giskið 3 ég tapaði, bæði atómskák og venjulegri

-Ég telfdi við Hjördísi og hugsaði engan leik nema þann seinasta, ég vann með nokkrum peðum, kóng og hrók, hún var með eins herdeild bara færri peð held ég

-Eftir hádegi vorum við að föndra

Á æfingu í dag gerðist þetta:

-Ég og Gásgeir fórum ekki upp í sal fyrr en við vorum vissir að það væri búið að taka niður mörkin

-Pabbi þjálfaði… BORING

-Áhaldageymslan var læst svo að það voru mjög fáir boltar

-Við fórum í stöðukeppni og spiluðum smá

-Þegar meira en 20 mín voru eftir að æfingunni þá vorum við reknir niður

Heima gerðist þetta:

-Ég keypti mér langloku þar sem það var ekki til neitt ofan á brauð

-Byrjaði að lesa Andrésar Andar syrpu

-Fór í PC

-Borðaði

-Bloggaði

Kveðja

Nesi#13