Jú, jú. Í gær þegar ég kom heim og ætlaði í tölvuna þá var hún e-ð biluð. Emergency lock á eða e-ð þannig. Ég var orðið alvarlega hrædd um að komast ekki í hana á næstuna fyrst að Leifur gat ekki sagt hvernig ég ætti að laga þetta.

En kom þá ekki síminn til hjálpar! Jebb, ég hringdi í 800-7000 þrátt fyrir að pabbi vildi að ég væri ekki að því fyrr en á morgun en.. ég saknaði sorpsins og msn.
Allavega þá hringdi ég og ýtti á ‘2’ til að velja tæknilega aðstoð og var strax orðin nr. 12 í röðinni. Svo þokaðist maður bara upp röðina og var látin vita af því jafnóðum. Svo fékk ég að hlusta á tónlist á meðan ég beið.

Eftir að hafa beðið í 13 mínútur þá var röðin komin að mér. Mér var sagt inní hvað ég ætti að fara, átti að slá inn nokkrar tölur og svo einstaka punkt. Eftir það restartaði ég tölvunni og “voila” það virkaði allt. Samtals tók símtlaið mig bara 24:57 sekúndur. Það er ekki að spyrja að þessari frábæru þjónustu frá símanum. Tölvan er komin í lag og það er fyrir öllu.

Annars þá er ég í stærðfræðitíma núna..