Og ég komst ekkert í tölvu um helgina, þannig að ég er með afsökun fyrir að hafa ekki bloggað.
Um helgina þá fór ég til The Kolbeins(Guðrún amma og Hannes afi) og svaf þar, komst líka að því að afi gengi fyrir batteríum sem þarf að skipta um á 5-10 ára fresti.
Ætli hann fari bara út í búð og segi mig vantar batterí og ef hann er spurður hvernig batterí þá tekur hann batteríið út og segir að hann vilji svona batterí og helst að það verði sett í hann fljótt, hehe.
Síðan lét ég svindla á mér í sjoppunni við Nikkabar(hét það heitir núna Beggabar eða Bennabar) en ég græddi allaveganna 200 kr á því aukalega svo ég er bara happy.
Ég fór líka í bíó á Harry Potter & The Goblet Of Fire, heimskulegt að allir virðast vera helmingi eldri en þeir eiga að vera.
Í stuttu máli þá var helgin mín bara góð.
Í dag þá var ég að kafna í tvöföldum dönsku/sænsku tíma, afþví að ég sit/sat hliðiná Inga Gunnari og við hlógum allan tíma og ég gat andað en átti erfitt með að losa mig við loftið.
Kveðja
Nesi#13